Archive for the ‘tönn’ Category

tönn kippt úr mér

19. apríl 2008

í gær var kippt tönn úr mér. Og ég ætla að segja hvernig það gerðist. Í gær var ég að segja: Mig langar að losna við tönnina sem er laflaus. Svo sagði ég eftir það: Mig langar að kippa tönninni úr. Pabbi sagði: Ókei, við getum gert það. Eftir það, þá kom pabbi með langan þráð og það var erfitt að losa tönnina. En þráðurinn festist í tönninni og það var ekki hægt að taka hann úr nema að kippa fast og fljótt. Og pabbi sagði mér að spýta tönninni úr og þá losnaði tönnin. 🙂