Laugardagar

28. febrúar 2009

Ahh liktin af Laugardögum er svo sannarlega góð. sérstaklega fríið í skólanum, þá fær maður að vera heima slappandi af eins mikið heima og maður vill. 😀

Skrítið

3. janúar 2009

Ég skil ekki af hverju mamma setur svona mikið af súkkulaði á pjödurnar samt þær eru góðar 😀

Sundnámskeið

28. júlí 2008

ég var í tvemur sundnámskeiðum og eitt sundnámskeið tók tvær vikur og bæði sundnámskeiðin voru æði

gáta

15. júní 2008

á ensku

How do you make the number one disappear?

töfrateningurinn

15. júní 2008

mamma er að kenna mér að gera töfrateninginn, ég er núna búinn að læra að gera tvö moves.

Súkkulaðið mitt

11. júní 2008

Ég bjó til súkkulaði um daginn. Fyrst þurfti ég að búa til kakómalt og svo setja mikið af kakói þangað til að þetta verður mjög þykkt og þá búið. Þetta var æði súkkulaði og ég borðaði það með skeið.

tönn kippt úr mér

19. apríl 2008

í gær var kippt tönn úr mér. Og ég ætla að segja hvernig það gerðist. Í gær var ég að segja: Mig langar að losna við tönnina sem er laflaus. Svo sagði ég eftir það: Mig langar að kippa tönninni úr. Pabbi sagði: Ókei, við getum gert það. Eftir það, þá kom pabbi með langan þráð og það var erfitt að losa tönnina. En þráðurinn festist í tönninni og það var ekki hægt að taka hann úr nema að kippa fast og fljótt. Og pabbi sagði mér að spýta tönninni úr og þá losnaði tönnin. 🙂

Kanski

26. janúar 2008

fæ ég að gista hjá vini mínum í dag. Mig langar til þess útaf því að hann á xbox. 

Nýtt herbergi

20. janúar 2008

Ég hlakka ekkert smá til á morgun eða hinn því að ég er að fara að fá glænýtt herbergi 🙂 Pabbi er búinn að vera að vinna í því alla helgina og afi kemur bráðum með teppi til þess að setja  á  gólfið.  Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fæ að hafa herbergi bara fyrir mig. 

Skemmtilegt

25. desember 2007

í gær.  Ég fékk mjög mikið af pökkum það var mjög gaman þarna.  Ég fékk fjóra transformera og allskonar dót.  Samt gleðileg jól